Í vikunni var tímamótum í sögu stéttarfélags tæknifólks fagnað þegar Skerpa bauð til skemmtunar. Viðburðurinn fór fram í húsnæði félagsins á Stórhöfða.

Tilgangurinn var að fagna nýju nafni félagsins en nafnið Skerpa varð fyrir valinu að undangenginni nafnasamkeppni.

Dagskráin var ekki af verri endanum. Gunni og Felix héldu uppi fjöri auk þess sem GDRN flutti nokkur lög, eins og henni einni er lagið.

Jakobi Tryggvasyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og fyrrverandi formanni félagsins, voru færðar gjafir fyrir framlag sitt í þágu tæknifólks.

Góð stemmning var á viðburðinum og veglegar veitingar á boðstólnum.

Skerpa færir félagsfólki þakkir fyrir samveruna.