Fram undan eru stór og krefjandi verkefni hjá tæknifólki víða um land, og því er mikilvægt að minna á tæknigreinasamninginn sem gildir bæði fyrir verkefnaráðið fólk, tímaráðið og launamenn. Samningurinn tryggir skýr viðmið um laun og kjör, hvort sem unnið er í stökum verkefnum eða á föstum samningum.

Til að auðvelda félagsfólki að átta sig á lágmarkslaunum og gjöldum í verktöku höfum við sett saman nokkur dæmi um lágmarksgjald fyrir helstu stöður á slíkum viðburðum. Þessi dæmi gefa góða mynd af því hvernig samningurinn nýtist í reynd og hvernig á að leggja mat á sanngjarnt endurgjald fyrir faglega vinnu.

Sem dæmi þá væri lágmarksgreiðsla fyrir aðstoðarmann sem vinnur 14 klukkustundir í verktöku um kvöld eða helgar 130.438 krónur, samkvæmt samningnum. Fleiri dæmi má sjá á síðunni.

Þeir sem vilja fara dýpra í útreikninga geta nýtt reiknivélina, sem er á sömu síðu, þar sem hægt er að reikna út bæði laun og launatengdan kostnað út frá eigin forsendum.

Minnt skal á að tímakaup Tæknifólks 1 er að lágmarki 3.060 kr. , fyrir staðgreiðslu. Til að verktaki sé jafnstæður launamanni í þeim launaflokki er samsvarandi tímagjald/útseld vinna 5.284 kr. Þá er átt við að reiknað endurgjald sé það sama og tímakaup í dagvinnu.