Sísí-bæting
Við viljum alltaf læra meira og bæta okkur, bæði persónulega og í starfi. Hvernig er best að gera það? Ein leið er að sækja námskeið og þar kemur sér það vel að vera félagi í Skerpu.
- Niðurgreidd námskeið í boði hjá Rafmennt.
- Styrkir til náms og námsskeiða. Þar með talið: Upphafsnám á brautum á háskólastigi, annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmann í störfum sínum og viðurkennd námskeið í fagnámi, sem ekki eru haldin hjá Rafmennt.
- Ferðastyrkir á sérhæfð fagnámskeið erlendis sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr. á ári.
- Ferðastyrkir til að sækja námskeið innanlands.
- Styrkir til að sækja sérhæfða fagráðstefnu erlendis hjá Félagi tæknifólks.
Hopp og hí
Hreyfing er holl. Höfun heilsuna í lagi. Styrkir fyrir heilsuna:
- Líkamsræktarstyrkur
- Sjúkraþjálfun/Endurhæfing
- Gleraugnastyrkur
- Hjartavernd/Áhættumat
- Krabbameinsskoðun
- Kostnaðarsamar læknisaðgerðir
- Ferðastyrkur v. lækninga fjarri heimili
- Viðtalsmeðferð
- Fæðingarstyrkur
Þú getur klárað málið á þínum síðum hér.
Við styðjum við, til vaxtar í starfi og þegar vandamál koma upp.
Þegar þú kemur út á vinnumarkaðinn og færð starf innan tæknigreina t.d í leikhúsum, tónleikahúsum, fjölmiðlum, tölvufyrirtækjum eða við önnur störf þá eru tveir möguleikar í boði þegar kemur að því að semja um kaup fyrir vinnuna. Langflestir eru ráðnir til starfa hjá fyrirtækjunum til lengri tíma og verða þannig launþegar. Þá er ákveðinn samningur sem RSÍ hefur gert við þá atvinnurekendur sem tekur gildi. (sjá samninga). Launþegi vinnur störf undir ábyrgð vinnuveitandans.
Hinn möguleikinn er verktaka eða sjálfstætt starfandi einstaklingar. Það er algengt í mörgum starfsgreinum, sérstaklega í skapandi greinum eins og kvikmyndagerð, viðburðasenunni og svo framvegis. Þá er mikilvægt að þess sé gætt að samið sé á réttum forsendum um kaup og kjör við þannig störf. Ekkert mælir á móti því að sá samningur byggi á kjarasamningum RSÍ og vísað sé til þess í verksamningi.