• Allt sem þú vildir vita um réttindi og skyldur launafólks og verktaka!
  • Þekkirðu kjarasamninginn þinn vel?
  • Ertu klár á hvað það þýðir sem stendur á launaseðlinum þínum?
  • Viltu upplýsingar um skattamál og opinber gjöld?
  • Hefurðu heyrt um fagbréf?
  • Viltu betri innsýn í þín réttindi?
Þetta og margt fleira verður rætt yfir hádegisverði mánudaginn 25. ágúst á Stórhöfða 27 (Rafmennt) milli kl. 12:00 – 13:30
Þar mun Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, fjalla um réttindi og skyldur launafólks og verktaka, þar á meðal nýjan kjarasamning tæknifólks, lestur launaseðla en einnig skattamál og opinber gjöld.
Einnig munu Ragnar G. Gunnarsson, formaður Skerpu félags tæknifólks og Jakob Tryggvason formaður Rafiðnaðarsambandsins kynna sérstaklega nýlegan kjarasamning tæknifólks, fara yfir fagbréf og tengingu þeirra við samninginn.
Fræðslan er sérstaklega ætluð þeim sem vilja fá betri innsýn í sín réttindi á vinnumarkaði og nýjustu breytingar í kjaramálum.
Boðið verður upp á hádegisverð á meðan viðburðinum stendur en viðburðurinn er opinn félagsfólki Skerpu félags tæknifólks!