Tæknigreinasamningurinn
Tæknigreinasamningurinn er kjarasamningur sem gildir hvoru tveggja fyrir verkefnaráðna, tímaráðið starfsfólk og launafólk. Hér hafa verið tekin saman nokkur dæmi, byggð á samningnum, um lágmarksgjald í verktöku fyrir helstu hlutverk eða stöður á viðburðum.
Mikilvægt er að hafa í huga að þessar upphæðir eru aðeins viðmið. Reynsla og hæfni eiga alltaf að endurspeglast í hærri launum.
Auk þess er hægt að nýta reiknivélina hér fyrir neðan til að reikna út laun og launatengdan kostnað með nákvæmari hætti.
Lágmarkskjör tæknifólks (verktaka) í Tæknigreinasamningnum
| Starfsheiti | 12 klst. dagur | 14 klst. dagur | 12 klst. kvöld/helgar | 14 klst. kvöld/helgar |
|---|---|---|---|---|
| Front of house (hljóð) | 104.256 | 126.354 | 132.588 | 156.686 |
| Front of house (ljós) | 104.256 | 126.354 | 132.588 | 156.686 |
| Sviðsstjóri | 100.610 | 121.930 | 128.328 | 149.716 |
| Monitor mix | 99.662 | 117.144 | 122.892 | 143.374 |
| Aðstoðarmaður | 87.965 | 106.599 | 111.804 | 130.438 |
Reiknivél fyrir einyrkja
Reiknivélin hér að neðan sýnir launatengd gjöld sem verktakar þurfa að standa skil á fyrir gefnar forsendur.
Dæmi:
- Tímakaup Tæknifólks 1 er að lágmarki 3.060 ISK, fyrir staðgreiðslu. Til að verktaki sé jafnstæður launamanni í þeim launaflokki er samsvarandi tímagjald/útseld vinna 5.284 ISK. Þá er átt við að reiknað endurgjald sé það sama og tímakaup í dagvinnu.
Athugið, útreikningur birtist fyrir neðan reiknivélina!
.
Forsendur
- Fjöldi veikindadaga á ári: 24
- Aðrar launaðar fjarvistir á ári, svo sem rauðir dagar og fjarvistir vegna veikinda barna: 15
- Verkfæragjald: 6%, sbr. kjarasamning Skerpu – félags tæknifólks og SA.
- Greiðsla í lífeyrissjóð: Hluti launþega er 4% en launagreiðanda 11,5%. Verktaki er bæði í hlutverki launþega og launagreiðanda í uppgjöri.
- Viðbótarlífeyrissparnaður: 6%. Hluti launamanns er 4% en launagreiðanda 2%. Verktaki er bæði í hlutverki launmanns og launagreiðanda í uppgjöri.
- Stéttarfélagsgjöld: Miðast við sjóði Skerpu – félags tæknifólks (3,35% alls).
- Desember- og orlofsuppbót: Miðast við kjarasamning Skerpu – félags tæknifólks og SA, samtals 170.000 ISK árið 2025. Upphæðinni er dreift á heildarfjölda virkra vinnustunda á ári í dagvinnu.
Ítarlegri reiknivél, þar sem breyturnar eru fleiri, má nálgast hér:
| Tímakaup launafólk/verktaki | ||||
|---|---|---|---|---|
| Dagvinna | Yfirvinna 1 | Yfirvinna 2 | 10-22* | |
| Tæknifólk 1 | 3.217/5.554 | 5.018/8.612 | 5.771/9.891 | 47.849/82.350 |
| Tæknifólk 2 | 3.429/5.914 | 5.349/9.174 | 6.151/10.536 | 51.000/87.706 |
| Tæknifólk 3 | 3.810/6.561 | 5.943/10.083 | 6.834/11.696 | 56.667/97.328 |
| Tæknifólk 4 | 3.925/6.756 | 6.123/10.489 | 7.041/12.048 | 58.384/100.233 |
| Tæknifólk 5 | 4.112/7.074 | 6.415/10.985 | 7.378/12.620 | 61.172/104.969 |
*er dæmi um 12 tíma vinnutörn á virkum degi.
|
||||
